Best í sjöttu umferðinni

Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir. Arnþór Birkisson

Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður Stjörnunnar, var besti leikmaðurinn í sjöttu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Sædís Rún fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína í leik Stjörnunnar gegn Keflavík á miðvikudagskvöldið en þar lék hún mjög vel og átti stóran þátt í tveimur fyrri mörkum Garðabæjarliðsins í öruggum sigri, 3:0. Fyrsta mark leiksins kom eftir hornspyrnu hennar og annað markið kom þegar hún átti góða aukaspyrnu þar sem Jasmín Erla Ingadóttir breytti aðeins stefnu boltans á leið sinni í markið.

Sædís missti þar naumlega af því að skora sitt fyrsta mark á ferlinum í efstu deild en hún var talin hafa skorað markið til að byrja með.

Nánar um Sædísi Rún og úr­valslið sjöttu um­ferðar má sjá í heild sinni á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert