Dramatískur sigur Víkingskvenna

Hulda Ösp Ágústsdóttir og Mist Funadóttir í baráttu um boltann …
Hulda Ösp Ágústsdóttir og Mist Funadóttir í baráttu um boltann í leik Fylkis og Víkings. Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson

Víkingur úr Reykjavík vann dramatískan 2:1-sigur á Fylki í 1. deild kvenna í knattspyrnu í Árbænum í dag. 

Bergdís Sveinsdóttir kom Víkingum yfir á 37. mínútu en Guðrún Karítas Sigurðardóttir jafnaði metin þegar fjórar mínútur voru eftir af síðari hálfleik. 

Þá var dramatíkin hinsvegar ekki búin en sigurmarkið skoraði Víkingurinn Nadía Atladóttir á fjórðu mínútu uppbótartímans og við stóð, 2:1. 

Víkingsliðið er í efsta sæti með fullt hús stiga, 15, eftir fimm leiki. Fylkir er í fjórða sæti með sjö stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert