Fékk rautt fyrir að hrinda aðstoðarþjálfara Blika (myndskeið)

Logi Tómasson í baráttu við Arnór Svein Aðalsteinsson í leiknum …
Logi Tómasson í baráttu við Arnór Svein Aðalsteinsson í leiknum í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Það ætlaði allt um koll að keyra eftir leik Breiðabliks og Víkings R. í gær. Blikar jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum undir lok leiks og áttu menn erfitt með að ná stjórn á tilfinningum sínum eftir leikinn.

Þegar menn voru að ganga til búningsklefa eftir að lokaflautið gall þá stjakaði Logi Tómasson við aðstoðarþjálfara Breiðabliks, Halldóri Árnasyni, sem féll til jarðar. Eftir það þá sauð allt upp úr og handalögmál hófust á milli leikmanna, starfsmanna og þjálfara liðanna. Eftir leik fékkst það svo staðfest að Logi Tómasson hafi fengið rautt spjald og sé því væntanlega á leiðinni í bann.

Kristján Óli Sigurðsson, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þungavigtarinnar, deildi myndskeiði á Twitter síðu sinni í gær þar sem hann veltir því fyrir sér hversu langt bann Logi Tómasson eigi að fá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka