Sterkur sigur FHL

Heidi Giles og liðskonur í FHL unnu í dag.
Heidi Giles og liðskonur í FHL unnu í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

FHL, sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hatt­ar og ​​Leikn­is, vann sterkan sigur á Augnabliki, 4:1, í 1. deild kvenna í fótbolta í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði dag. 

Natalie Colleen Cooke kom FHL yfir á 5. mínútu en Emilía Lind Atladóttir jafnaði metin á 20. mínútu, 1:1. 

FHL skoraði svo tvö mörk með þriggja mínútna millibili, 49. til 52., þökk sé Róseyju Björgvinsdóttur og Sofiu Gisellu Lewis og komst í 3:1. Björg Gunnlaugsdóttir skoraði svo fjórða mark FHL á 64. mínútu og við það stóð, 4:1. 

FHL er nú í fimmta sæti með sex stig en Augnablik er í áttunda með fjögur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert