Tjáir sig um hasarinn í Kópavogi

Geir Þorsteinsson fyrrverandi formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson fyrrverandi formaður KSÍ. mbl.is/Árni Sæberg

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hefur tjáð sig um hasarinn sem átti sér stað eftir að lokaflautið gall í leik Breiðabliks og Víkings R. á dögunum.

Þar sauð allt uppúr eftir að Logi Tómasson, leikmaður Víkings, hrinti aðstoðarþjálfara Breiðabliks, Halldóri Árnasyni, og fékk Logi að launum rautt spjald frá dómara leiksins.

Þjálfarar liðanna fóru hamförum í viðtölum við fjölmiðla eftir leik og hafa margir kallað eftir því að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., verði dæmdur í bann fyrir orð sem hann lét falla í sjónvarpsviðtali eftir leik. Þar fór hann ófögrum orðum um Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins.

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, setti á Twitter-síðu sína færslu þar sem hann segir að allt tal um leikbann sér einfaldlega bara bull og þjálfarar megi fá andrými til að tjá sig eftir leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert