Sjö atvinnumenn hjá U21

Kristall Máni Ingason er á sínum stað í hópnum.
Kristall Máni Ingason er á sínum stað í hópnum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahóp fyrir vináttuleiki gegn Austurríki og Ungverjalandi síðar í mánuðinum.

Ísland mætir Austurríki þann 16. júní á Wiener Neustadt-vellinum þar í landi og Ungverjalandi 19. júní á Bozsik Aréna þar í landi.

Leikirnir eru liðir í undirbúningi fyrir undankeppni EM 2025, sem hefst í haust.

Sjö leikmannanna í hópnum að þessu sinni leika sem atvinnumenn erlendis.

Leikmannahópurinn:

Markverðir:
Ólafur Kristófer Helgason (Fylki)
Adam Ingi Benediktsson (Göteborg)

Varnarmenn:
Róbert Orri Þorkelsson (Montréal)
Jakob Franz Pálsson (KR)
Andi Hoti (Leikni R.)
Valgeir Valgeirsson (Örebro)
Ólafur Guðmundsson (FH)
Oliver Stefánsson (Breiðabliki)
Örvar Logi Örvarsson (Stjörnunni)

Miðjumenn:
Andri Fannar Baldursson (NEC Nijmegen)
Arnór Gauti Jónsson (Fylki)
Kristall Máni Ingason (Rosenborg)
Kristófer Jónsson (Venezia)
Orri Hrafn Kjartansson (Val)
Danijel Dejan Djuric (Víkingi R.)

Sóknarmenn:
Ari Sigurpálsson (Víkingi R.)
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Andri Lucas Guðjohnsen (Norrköping)
Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjörnunni)
Óskar Borgþórsson (Fylki)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert