Grindavík upp í fjórða sæti

Grindavík fór upp í fjórða sæti í kvöld.
Grindavík fór upp í fjórða sæti í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grindavíkurkonur eru komnar upp í fjórða sæti 1. deildar kvenna í fótbolta eftir 1:0-útisigur á Gróttu á Seltjarnarnesi í fyrsta leik sjöttu umferðarinnar í kvöld.

Hin bandaríska Arianna Veland skoraði sigurmark Grindavíkur á 21. mínútu með sínu öðru marki í deildinni í sumar.  

Grindavík stillir upp afar ungu liði í ár, því Veland og Dominiqe Bond-Flasza voru einu leikmennirnir í byrjunarliði Grindavíkur í kvöld sem voru fæddar fyrir aldamótin.

Grótta er í þriðja sæti með tólf stig og missti af tækifæri á að jafna Víking úr Reykjavík á toppnum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert