Jafntefli í stórleiknum

Stjörnukonan Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Blikinn Elín Helena Karlsdóttir …
Stjörnukonan Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Blikinn Elín Helena Karlsdóttir berjast um boltann á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Eggert

Breiðablik og Stjarn­an skildu jöfn, 1:1, í Bestu deild kvenna í knatt­spyrnu á Kópa­vogs­velli í kvöld.

Fyrri hálfleik­ur­inn var afar bragðdauður og það var fátt um fína drætti en hvor­ugt lið skapaði sér al­menni­legt færi. Það gerði það að verk­um að liðin fór jöfn og marka­laus til bún­ings­klefa, 0:0. 

Lengi vel leit út fyr­ir að í seinni hálfleik yrði uppi slíkt hið sama en á 60. mín­útu átti Stjörnu­kon­an Arna Dís Arnþórs­dótt­ir hörku­skot rétt inn­an teigs sem Telma Ívars­dótt­ir varði í horn. Úr horn­spyrn­unni skoraði svo Andrea Mist Páls­dótt­ir en skot henn­ar flaug yfir alla í teign­um, sem og Telmu, og endaði í net­inu. 1:0 fyr­ir gest­un­um. 

Blika­kon­ur rifu sig í gang eft­ir það og á 67. mín­útu fengu þær víta­spyrnu þegar Sæ­dís Rún Heiðars­dótt­ir togaði Hafrúnu Rakel Hall­dórs­dótt­ur inn í teig Stjörn­unn­ar og Arn­ar Þór Stef­áns­son dóm­ari benti á punkt­inn. 

Á punkt­inn steig Agla María Al­berts­dótt­ir í sín­um 150. leik fyr­ir Kópa­vogsliðið en hún skaut í ut­an­verða stöng­ina og fram hjá, og staðan var enn 1:0 fyr­ir Stjörn­unni. 

Aðeins tveim­ur mín­út­um síðar jafnaði Breiðablik met­in. Bergþóra Sól Ásmunds­dótt­ir átti háa send­ingu frá hægri inn í markteig Stjörn­unn­ar vinstra meg­in og þar hrökk hann af höfði Mál­fríðar Ernu Sig­urðardótt­ur og í netið. Þetta var sjálfs­mark og staðan 1:1.

Blikaliðið var sterk­ara það sem eft­ir lifði leiks en bæði lið vörðust vel og skildu að lok­um jöfn, 1:1. 

Breiðablik er í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 13 stig, jafn­mörg og Þrótt­ur úr Reykja­vík og þrem­ur minna en Val­ur í fyrsta. Stjarn­an er í fjórða sæti með 11 stig.  

Breiðablik fer til Eyja og mæt­ir ÍBV í næsta leik sín­um en Stjarn­an fær FH í heim­sókn í næsta leik sín­um. 

M-ein­kunna­gjöf­in og ein­kunn dóm­ara verða í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið.

Breiðablik 1:1 Stjarn­an opna loka
skorar Breiðablik (70. mín.)
Mörk
skorar Andrea Mist Pálsdóttir (60. mín.)
fær gult spjald Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (90. mín.)
Spjöld
mín.
90 Leik lokið
Leiknum lýkur með 1:1 jafntefli hér í Kópavogi.
90 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) fær gult spjald
+1
90
Þremur mínútum bætt við.
88 Birta Georgsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
88 Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) fer af velli
88 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) kemur inn á
88 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) fer af velli
88 Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik) kemur inn á
88 Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) fer af velli
87 Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Beint á Auði.
85 Stjarnan fær hornspyrnu
Stjörnukonur við það að sleppa í gegn en Gyða nær ekki alveg að komast í boltann.
84 Gyða Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir (Stjarnan) kemur inn á
84 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan) fer af velli
83 Breiðablik fær hornspyrnu
Heimakonur líklegri þessa stundina.
82
Mikill usli skapaðist inn í teig Stjörnukvenna sem komu boltanum rétt svo í burtu.
81 Breiðablik fær hornspyrnu
81 () á skot sem er varið
Frábært skot langt utan teigs sem Auður þarf að hafa sig alla við að verja, sem hún gerir mjög vel.
77 Breiðablik fær hornspyrnu
76 Taylor Ziemer (Breiðablik) á skot framhjá
Lúmskt skot en framhjá fer það.
75 Breiðablik fær hornspyrnu
72 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) kemur inn á
Fyrsta breyting leiksins.
72 Betsy Hassett (Stjarnan) fer af velli
70 MARK! Breiðablik (Breiðablik) skorar
1:1 - Sjálfsmark! Há sending inni í markteiginn vinstra megin og boltinn fer af höfði Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og í netið.
68 Agla María Albertsdóttir (Breiðablik) skorar ekki úr víti
Agla María setur vítið í utanverða stöngina!! Stjörnukonur halda forystunni.
67 Breiðablik fær víti
Blikar fá víti! Sædís togar Hafrúnu inn í teig og Arnar dómari bendir á punktinn.
65 Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Katrín í fínasta skallafæri en framhjá fer boltinn.
60 MARK! Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan) skorar
0:1 - Beint úr hornspyrnu! Andrea virðist reyna bara skot beint úr hornspyrnunni sem svífur yfir alla varnarmenn og Telmu í markinu, og inn fer boltinn. Stjörnukonur komnar yfir í Kópavogi með ævintýralegu marki!
60 Stjarnan fær hornspyrnu
60 Arna Dís Arnþórs­dótt­ir (Stjarnan) á skot sem er varið
Besta tilraun leiksins! Hörkuskot frá Örnu hægra megin í teignum en Telma ver í horn.
53 Breiðablik fær hornspyrnu
50 Stjarnan fær hornspyrnu
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Vonandi verður þetta mun skemmtilegra í þeim síðari.
45
Einni mínútu bætt við ansi daufan fyrri hálfleik.
42
Betsy Hassett komin í fína stöðu inn í teig en skot hennar fer í varnarmann.
30
Úlfa Dís komin í fína stöðu inn í teig en hún nær ekki skotinu og boltinn fer svo af henni og rennur framhjá.
28 Ásta Eir Árna­dótt­ir (Breiðablik) á skalla yfir
Besta færi leiksins! Hörku fyrirgjöf frá Bergþóru úr aukaspyrnu beint á kollinn á fyrirliðanum sem skallar boltann yfir.
17 Breiðablik fær hornspyrnu
17 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) á skot sem er varið
Fær boltann frá Öglu og á skot rétt utan teigs sem Auður ver.
15
Afar rólegt korter liðið hér í Kópavogi.
10
Andrea gerir vel að koma boltanum inn á miðjan Stjörnuteginn en líkt og hjá Úlfu ratar boltinn ekki á samherja. Enn ekki komin marktilraun.
7
Hættuleg sókn hjá Stjörnukonum sem endar með fastri sendingu Úlfu inn á miðjan teginn en Blikar koma boltanum burt.
5 Stjarnan fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Það eru gestirnir sem hefja stórleikinn hér í Kópavogi.
0
Agla María fær hér viðurkenningu fyrir leik fyrir sinn 150. leik fyrir Kópavogsliðið.
0
Framherjinn frækni Katrín Ásbjörnsdóttir mætir hér sínum gömlu félögum en hún skipti frá Stjörnunni í Breiðablik fyrir þetta tímabil.
0
Breiðablik vann fyrri leik liðanna sannfærandi ,3:0, á síðustu leiktíð en síðari leiknum lauk með 2:2-jafntefli.
0
Stjarnan hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð með 37 stig en Breiðablik var sæti neðar með 33 stig.
0
Breiðablik er í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með 12 stig en Stjarn­an er í fjórða með tíu.
0
Góð kvöldið og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu á leik Breiðabliks og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-5-1) Mark: Telma Ívarsdóttir. Vörn: Ásta Eir Árna­dótt­ir, Elín Helena Karlsdóttir, Toni Pressley, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 88). Miðja: Agla María Albertsdóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Birta Georgsdóttir 88), Taylor Ziemer, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir (Hildur Þóra Hákonardóttir 88). Sókn: Katrín Ásbjörnsdóttir.
Varamenn: Aníta Dögg Guðmundsdóttir (M), Clara Sigurðardóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Írena Héðinsdóttir Gonzalez, Hildur Þóra Hákonardóttir, Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, Birta Georgsdóttir.

Stjarnan: (4-3-3) Mark: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving. Vörn: Arna Dís Arnþórs­dótt­ir, Anna María Bald­urs­dótt­ir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Sædís Rún Heiðarsdóttir. Miðja: Heiða Ragney Viðars­dótt­ir, Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Sókn: Andrea Mist Pálsdóttir, Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Gyða Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir 84), Betsy Hassett (Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 72).
Varamenn: (M), Sóley Guðmundsdóttir, Eyrún Embla Hjartardóttir, Aníta Ýr Þorvaldsdóttir, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir, Ólína Ágústa Valdi­mars­dótt­ir, Snædís María Jörundsdóttir, Gyða Krist­ín Gunn­ars­dótt­ir.

Skot: 1 (1) - Breiðablik 6 (3) Stjarnan 2 (2)
Horn: Breiðablik 6 - Stjarnan 4.

Lýsandi: Jökull Þorkelsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
7. júní 2023 18:00

Aðstæður:

Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Aðstoðardómarar: Rögnvaldur Þ. Höskuldsson og Ronnarong Wongmahadthai

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert