Reyndur Svíi í starfslið karlalandsliðsins

Jörgen Lennartsson verður Åge Hareide til aðstoðar.
Jörgen Lennartsson verður Åge Hareide til aðstoðar.

Jörgen Lennartsson, reyndur sænskur knattspyrnuþjálfari, verður einn af aðstoðarmönnum Åge Hareide, þjálfara karlalandsliðs Íslands, í leikjunum sem fram undan eru á árinu í undankeppni EM.

Lennartsson er 58 ára gamall og hefur þjálfað sænsku liðin Helsingborg, Gautaborg , Elfsborg og Häcken og norsku liðin Lilleström og Stabæk, ásamt því að þjálfa sænska 21-árs landsliðið í karlaflokki í fjögur ár.

Hann mun aðstoða Hareide við leikgreiningu og mun leikgreina mótherja íslenska liðsins í undankeppninni.

Þá er Fjalar Þorgeirsson nýr markvarðaþjálfari landsliðsins og Markús Árni Vernharðsson bætist við sem leikgreinandi. Jóhannes Karl Guðjónsson er áfram aðstoðarþjálfari og Arnór Snær Guðmundsson þrekþjálfari, en þeir voru báðir í teyminu með Arnari Þór Viðarssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert