Ívar Orri tjáir sig: Horfi mjög mikið á enska boltann

Ívar Orri Kristjánsson.
Ívar Orri Kristjánsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég horfi mjög mikið á enska boltann,“ sagði knattspyrnudómarinn Ívar Orri Kristjánsson, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um stórleik Breiðabliks og Víkings úr Reykjavík í Bestu deild karla í knattspyrnu. 

Erfið síðustu ár

Ívar Orri dæmdi stórleikinn á Kópavogsvelli sem fram fór á föstudaginn síðasta en mikil umræða skapaðist um og eftir leikinn.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, mætti í viðtal hjá Stöð 2 Sport eftir leikinn og varpaði fram þeirri spurningu hvort íslenskir dómarar horfðu yfir höfuð á leiki í enska boltanum.

„Oft og mikið,“ sagði Ívar Orri um áhorf sitt á leiki í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég er stuðningsmaður Manchester United en síðustu ár hafa verið erfið,“ sagði Ívar Orri meðal annars.

Umræðan um stórleikinn hefst á 18. mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka