HK er komið upp í toppsæti 1. deildar kvenna í fótbolta eftir stórsigur á KR, 6:1, í Kórnum í Kópavogi í kvöld.
Arna Sól Sævarsdóttir og Eva Stefánsdóttir komu HK í 2:0 eftir aðeins ellefu mínútur og Arna bætti við þriðja og fjórða marki HK á 31. og 60. mínútu og fullkomnaði þrennuna.
Emma Sól Aradóttir bætti við fimmta markinu á 72. mínútu og Isabella Eva Aradóttir gerði sjötta markið á 75. mínútu. Jewel Boland klóraði í bakkann fyrir KR í uppbótartíma.
Víkingur úr Reykjavík var á toppnum með fullt hús stiga fyrir kvöldið, en liðið mátti þola tap, 2:3, á heimavelli gegn Aftureldingu.
Sigdís Eva Bárðardóttir kom Víkingi yfir á 28. mínútu en Hlín Heiðarsdóttir svaraði á 34. mínútu og Hildur Karítas Gunnarsdóttir kom Mosfellingum yfir á 38. mínútu.
Hún bætti við sínu öðru marki og þriðja marki Aftureldingar á 60. mínútu, áður en Bergdís Sveinsdóttir minnkaði muninn á 78. mínútu og þar við sat.
Þá vann Fylkir stórsigur á útivelli gegn Augnabliki, 5:0, í Kópavogi. Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Fylki og þær Þórhildur Þórhallsdóttir, Guðrún Karítas Sigurðardóttir og Tijana Krstic komust einnig á blað.
Staðan: