Meiddur og missir af landsleikjunum

Mikael Anderson verður ekki með Íslandi gegn Portúgal og Slóvakíu.
Mikael Anderson verður ekki með Íslandi gegn Portúgal og Slóvakíu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Mikael Anderson, leikmaður AGF í Danmörku, verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Slóvakíu og Portúgal vegna meiðsla.

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti tíðindin á Twitter rétt í þessu, en Mikael meiddist í leik með AGF á dögunum. Ekki verður kallaður nýr leikmaður inn í hópinn í stað Mikaels.

Ísland leikur við Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli 17. og 20. júní í undankeppni Evrópumótsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert