Segir KSÍ gengisfella eigin herferð

Það voru mikil læti er Breiðablik og Víkingur úr Reykjavík …
Það voru mikil læti er Breiðablik og Víkingur úr Reykjavík mættust í Bestu deild karla. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnudómarinn Oddur Helgi Guðmundsson er allt annað en sáttur við vinnubrögð Knattspyrnusamband Íslands í kjölfar þess að sambandið fór í átak vegna hegðunar í garð dómara.

Oddur segir á Twitter að KSÍ hafi gengisfellt herferðina á innan við tveimur vikum, en hann virðist afar ósáttur við að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík, hafi ekki fengið bann fyrir að harðlega gagnrýna Ívar Orra Kristjánsson í viðtali.

Arnar var allt annað en sáttur við Ívar í leik Víkings og Breiðabliks í Bestu deildinni og gagnrýndi hann afar harðlega í viðtölum eftir leik. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti hins vegar í viðtali við mbl.is að Arnar yrði ekki úrskurðaður í leikbann fyrir ummælin.

„Það tók ykkur innan við 2 vikur að gengisfella þessa herferð. Spurning um að taka hana úr birtingu?“ skrifaði Oddur við færslu KSÍ, þar sem ofangreint átak er kynnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert