Ísland fer niður um eitt sæti

Íslenska landsliðið er í 15. sæti í heiminum.
Íslenska landsliðið er í 15. sæti í heiminum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fellur um eitt sæti á heimslista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í morgun.

Ísland var í sinni bestu stöðu, 14. sæti í heiminum, á síðasta lista en er nú í 15. sæti. Það eru Danir sem komast upp fyrir bæði Kína og Ísland og fara upp í þrettánda sætið.

Innan Evrópu fellur Ísland því úr áttunda sætinu í það níunda.

Staða efstu fimm þjóðanna er óbreytt, Bandaríkin eru í efsta sætinu sem fyrr, en Spánn fer upp fyrir Kanada og í 6. sætið og Brasilía fer upp fyrir Holland og í 8. sætið.

Tuttugu bestu landslið heims samkvæmt heimslistanum eru þessi:

1. Bandaríkin
2. Þýskaland
3. Svíþjóð
4. England
5. Frakkland
6. Spánn
7. Kanada
8. Brasilía
9. Holland
10. Ástralía
11. Japan
12. Noregur
13. Danmörk
14. Kína
15. ÍSLAND
16. Ítalía
17. Suður-Kórea
18. Austurríki
19. Belgía
20. Sviss

Heimslistinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert