Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag skemmtilega færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mark Eyjólfs Sverrissonar gegn Frakklandi í undankeppni EM er rifjað upp.
Leikurinn fór fram á Stede de France í París í undankeppni EM í október árið 1999 en honum lauk með sigri Frakklands, 3:2.
Frakkar voru ríkjandi heimsmeistarar á þessum tíma en Eyjólfur minnkaði muninn fyrir íslenska liðið, í stöðunni 2:0, með marki úr aukaspyrnu af 35 metra færi.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
❓ Hver man ekki eftir þessu frábæra marki sem Eyjólfur Sverrisson skoraði gegn Frökkum árið 1999?
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 9, 2023
⏪ Rewind to this stunner of a goal from Eyjólfur Sverrisson against France in 1999.#AfturáEM pic.twitter.com/mqLzaU0UkE