Bætti 34 ára gamalt met

Daníel Ingi Jóhannesson er yngsti markaskorari í deildarkeppni í sögu …
Daníel Ingi Jóhannesson er yngsti markaskorari í deildarkeppni í sögu ÍA. Ljósmynd/ÍA

Daníel Ingi Jóhannesson varð í gær yngsti leikmaður til að skora deildarmark í sögu knattspyrnufélagsins ÍA.

Markið var mikilvægt en það var sigurmark á útivelli á móti Ægi frá Þorlákshöfn í leik sem ÍA vann, 1:0. Daníel var 16 ára og 67 daga gamall þegar hann skoraði í gær.

Fyrra metið átti Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Víkings R., en hann var mánuði eldri en Daníel þegar hann skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir ÍA en það var í leik á móti Keflavík í júnílok árið 1989. Arnar skoraði annað mark liðsins í 3:1 útisigri.

Daníel Ingi er því nú orðinn bæði sá yngsti til að leika og skora fyrir ÍA.

Daníel er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara Íslands, og bróðir Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, landsliðsmanns og leikmanns FC Köbenhavn.

Sjálfur er Daníel búinn að semja við danska félagið Nordsjælland og mun ganga til liðs við félagið.

Mark Daníels frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert