Kjartan Henry Finnbogason, framherji FH, var búinn að vera inni á vellinum í tæpa mínútu þegar hann virtist skalla Damir Muminovic, varnarmann Breiðabliks, í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær.
Kjartan kom inná á 70. mínútu leiksins í gær og tæpri mínútu síðar lenti hann í útistöðum við Damir. Kjartani fannst Damir halda í sig og kvartaði sáran við dómara leiksins, Sigurð Hjört Þrastarson, sem dæmdi ekki neitt.
Damir brást þá illa við beiðni Kjartans og sakaði hann um leikaraskap. Við þetta var Kjartan ekki sáttur og virtist hann skalla Damir. Sigurður Hjörtur stöðvaði leikinn og ákvað að gefa þeim báðum gult spjald.
Ekki er langt síðan að Kjartan var dæmdur í bann af aganefnd KSÍ eftir að hann gaf Nikolaj Hansen, framherja Víkings R., olnbogaskot sem dómari þess leiks sá ekki.
Þar sem Sigurður Hjörtur virðist hafa séð atvikið í gær þá getur aganefnd KSÍ ekki tekið á málinu, þar sem sú nefnd getur aðeins dæmt í málum sem fóru framhjá dómara leiksins.
Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan.
Þetta er auðvitað gult á báða😂 pic.twitter.com/ISPDgwD0Gd
— Freyr S.N. (@fs3786) June 10, 2023