Bitinn í fótinn í leik á Akranesi (myndskeið)

Bitfar á fæti Hilmars Halldórssonar sem Káramenn birtu á Facebook-síðu …
Bitfar á fæti Hilmars Halldórssonar sem Káramenn birtu á Facebook-síðu sinni. Ljósmynd/Facebook-síða Kára

Leikmaður Kára á Akranesi var bitinn í annan fótinn í leik gegn Kormáki/Hvöt í 3. deild karla í knattspyrnu í Akraneshöllinni i dag.

Alberto Sánchez, leikmaður Kormáks/Hvatar, fékk rauða spjaldið á 22. mínútu fyrir að bíta Hilmar Halldórsson, leikmann Kára, þegar þeir féllu báðir í vítateig norðanmanna.

Marinó Hilmar Ásgeirsson, leikmaður Kára, fékk líka rauða spjaldið fyrir að rífa Sanchez ofan af samherja sínum.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Kára og myndband birt af atvikinu. Fram kemur að Hilmar hafi verið sendur í stífkrampasprautu vegna bitsins. Sjá myndbandið af atvikinu hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert