Knattspyrnumaðurinn Orri Sigurður Ómarsson er í leikmannahópi Vals sem leikur við HK á útivelli í Bestu deild karla í fótbolta í dag.
Er það í fyrsta skipti í 15 mánuði sem hann er í leikmannahópi liðsins, eftir að hann sleit krossband á undirbúningstímabilinu í fyrra. Orri byrjar á varamannabekknum.
Varnarmaðurinn lék ekkert með Valsmönnum á síðustu leiktíð, en hann var síðast í hópi Valsliðsins er liðið lék við HK í deildabikarnum 2. mars á síðasta ári.
Orri Sigurður er bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, og er sjálfur uppalinn hjá Kópavogsfélaginu.