Þá endar það með sjúkrabíl inn á völlinn

Andreas Olsen borinn inn í sjúkrabíl á Laugardalsvelli.
Andreas Olsen borinn inn í sjúkrabíl á Laugardalsvelli. Ljósmynd/Jóhann Ingi

„Það er tískubylgja núna að það eigi að láta leikinn fljóta,“ sagði knattspyrnudómarinn Ívar Orri Kristjánsson, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins. 

Þetta helst allt í hendur

Ívar Orri dæmdi stórleikinn á Kópavogsvelli sem fram fór á föstudaginn í síðustu viku en mikil umræða skapaðist um og eftir leikinn.

„Þá verðurðu líka að vera með 22 leikmenn inn á vellinum sem eru tilbúnir til þess,“ sagði Ívar Orri.

„Ef annað liðið er að brjóta mikið og hitt liðið öskrar á mann. Ef leikmenn verða trylltir þá verður stúkan tryllt þannig að þetta helst allt í hendur.

Þegar að það er komið á það stig þá geturðu ekki látið leikinn ganga því þá endar það með því að einhver verður skrældur og það þarf sjúkrabíl inn á völlinn,“ sagði Ívar Orri meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert