Bestur í elleftu umferðinni

Davíð Snær Jóhannsson skoraði tvö mörk gegn Blikum.
Davíð Snær Jóhannsson skoraði tvö mörk gegn Blikum. mbl.is/Óttar Geirsson

Davíð Snær Jóhannsson, miðjumaður FH-inga, var besti leikmaðurinn í elleftu umferð Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Davíð fékk tvö M hjá Morgunblaðinu fyrir frammistöðu sína með FH gegn Breiðabliki á laugardaginn. Hann lék mjög vel á miðjunni og skoraði bæði mörk Hafnarfjarðarliðsins sem lenti snemma undir, 0:2, en jafnaði með tveimur mörkum Davíðs og var nærri því að tryggja sér sigur.

Davíð Snær verður 21 árs á fimmtudaginn kemur en hann er Keflvíkingur og sonur Jóhanns Birnis Guðmundssonar sem lék með Keflavík, Watford, Lyn, GAIS, Örgryte og íslenska landsliðinu.

Meira um Davíð í Morgunblaðinu í dag og þar er einnig úrvalslið 11. umferðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert