Ráðinn þjálfari Íslandsmeistaranna

Hjalti Þór Vilhjálmsson er tekinn við þjálfun Vals.
Hjalti Þór Vilhjálmsson er tekinn við þjálfun Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals í körfuknattleik.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en hann tekur við liðinu af Ólafi Jónasi Sigurðssyni sem lét af störfum eftir síðasta tímabil.

Hjalti hefur undanfarin fjögur ár stýrt karlaliði Keflavíkur í úrvalsdeildinni en hann er annar aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í dag.

Það er mikill fengur fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá jafn reynslumikinn og öflugan þjálfara til að taka þátt í að viðhalda því öfluga starfi sem hefur verið innan félagsins,“ segir meðal annars í tilkynningu Valsmanna.

Valur hafði betur gegn Keflavík í úrslitum Íslandsmótsins í vor, 3:1, og er því ríkjandi Íslandmeistari en liðið hafnaði í 3. sæti deildarkeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert