Sex leikmenn úr Bestu deild karla í knattspyrnu hafa verið úrskurðaðir í bann af aga-og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands.
Leikmennirnir eru Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, Nikolaj Hansen sóknarmaður Víkinga, Olav Öby, miðjumaður KR, Arnór Gauti Jónsson og Stjörnumennirnir Guðmundur Kristjánsson og Kjartan Már Kjartansson en allir þessir leikmenn fá eins leiks bann.
Í Bestu deild kvenna er einn leikmaður úrskurðaður í bann en það er hún Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, miðjumaður Þróttar úr Reykjavík, en hún fékk rautt spjald í tapi gegn Keflavík í gær.