Stoppaði örstutt hjá Íslandsmeisturunum

Jamia Fields í leik með Val.
Jamia Fields í leik með Val. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bandaríska knattspyrnukonan Jamia Fields er farin af landi brott eftir afar stutt stopp hjá Íslandsmeisturum Vals.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net eftir 5:0-sigur liðsins á Tindastóli í Bestu deildinni í gærkvöldi.

Jamia, sem er 29 ára gamall framherji, gekk til liðs við Val í lok apríl, skömmu áður en fyrsta umferð deildarinnar fór fram, lék fjóra deildarleiki og skoraði í þeim eitt mark.

Hún hef­ur áður leikið með fjór­um liðum í banda­rísku at­vinnu­deild­inni, NWSL. Síðast með Washingt­on Spi­rit en áður með Hou­st­on Dash, Or­lando Pri­de og Western New York Flash.

Þá lék hún eitt tíma­bil í norsku úr­vals­deild­inni, fyrst með Arna-Björn­ar en skipti síðan yfir til Avalds­nes á miðju sumri. Jamia hef­ur leikið með bæði U20 ára og U17 ára landsliðum Banda­ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert