Hörður segir frá dvöl sinni í Rússlandi

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon.
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég var vonsvikinn og sár yfir þessu,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er mbl.is ræddi við hann um dvöl hans í Rússlandi eftir að innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst.

Hörður lék um fjög­urra ára skeið, frá 2018-2022, hjá CSKA Moskvu í Moskvu, höfuðborg Rúss­lands. Þegar Rúss­ar réðust inn í Úkraínu í fe­brú­ar í fyrra átti Hörður enn nokkra mánuði eft­ir af samn­ingi sín­um hjá Moskvuliðinu, sem hann kláraði og færði sig svo til Grikk­lands þar sem hann leik­ur nú með Pan­athinai­kos. 

Hörður segir að eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu hafi skrítnir tímar tekið við.

„Þetta gerðist þegar að við í CSKA vorum á und­ir­bún­ings­tíma­bili í Tyrklandi. Þetta hófst í fe­brú­ar og þá vorum við að fara að fljúga til Rússlands og byrja tíma­bilið aftur.

Þá ger­ðist þetta og þá brást fé­lagið, landið og fólkið við. Þetta var allt sam­an und­ar­legt, margt lokaði og fór í burtu. Marg­ir veit­ingastaðir hættu með starf­semi. Það var stríð í gangi en ég var ekk­ert hrædd­ur um mig per­sónu­lega, bara aðallega von­svik­inn og sár yfir þessu.

Það er leiðin­legt að þetta sé, af mörgu, meðal ann­ars að eyðileggja fyr­ir fót­bolt­an­um í Rússlandi.“

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon léku saman með CSKU …
Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon léku saman með CSKU Mosvku. Ljósmynd/CSKA

Fjölskyldan var heima á Íslandi

Hörður Björgvin segir að miklar breytingar hafi orðið á rússneskum fótbolta og að margir í liðinu hafi nýtt sér undanþágu FIFA um að leyfa erlendum leikmönnum að fara frá Rússlandi og í aðrar deildir á lánssamningi. 

„Þetta allt sam­an hefti marga í liðinu og í land­inu sjálfu. Það fóru marg­ir leik­menn í burtu og marg­ir nýttu sér undanþágu FIFA að fá leyfi að fara á láni til ann­ars fé­lags. Þannig þetta var mjög skrít­inn tími að upp­lifa.

Þetta verður áhuga­verð saga sem ég get sagt börn­un­um og barna­börn­un­um, hvað ég fór í gegn­um þarna. Ég er helst ánægður með að fjöl­skyld­an mín var bara heima á Íslandi og ég kláraði þetta einn úti, það var auðveldara.

Ég er líka bara sátt­ur að ég var að renna út úr samn­ingi hjá CSKA fjór­um, fimm mánuðum síðar þannig maður kláraði samninginn bara og fór svo heim að leita sér að ör­yggi og finna nýtt fé­lag,“ sagði Hörður Björgvin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert