Guðrún Arnardóttir og liðskonur í Rosengård gerðu góða dagsferð og unnu 5:0-útisigur á Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Guðrún var að vanda á sínum stað í vörn Rosengård og lék allan leikinn.
Rosengård, sem er sænskur meistari, er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, en næsti leikur liðsins er gegn Uppsala á heimavelli.