Mun alltaf gera mitt allra besta

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson á að baki 27 A-landsleiki fyrir Ísland …
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson á að baki 27 A-landsleiki fyrir Ísland en hann er samningsbundinn CSKA Moskvu í Rússlandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessir leikir leggjast mjög vel í mig og menn eru svo sannarlega klárir í verkefnin framundan,“ sagði Arnór Sigurðsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið á blaðamannafundi íslenska liðsins á Hilton-hótelinu í Reykjavík í gær.

Íslenska liðið mætir Slóvakíu í J-riðli undankeppni EM á laugardaginn kemur, 17. júní, og svo Portúgal 20. júní en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.

„Åge Hareide hefur komið virkilega vel inn í þetta og ég var ekki lengi að átta mig á því að þarna er á ferðinni maður sem er með gríðarlega þekkingu og reynslu úr leiknum. Hann veit upp á hár hvað þarf til til þess að ná árangri og þessir fyrstu dagar með honum hafa verið bæði spennandi og ánægjulegir.

Hann kemur inn með sínar áherslur og þær eru auðvitað aðeins öðruvísi en hjá síðasta þjálfara. Þetta er hins vegar ekkert sem við strákarnir í liðinu þekkjum ekki og það er mikil tilhlökkun hjá öllum fyrir leiknum á laugardaginn,“ sagði Arnór sem er 24 ára gamall.

Alltaf góð stemning

Ísland er í fjórða sæti riðilsins með 3 stig en Slóvakía er í öðru sætinu með 4 stig.

„Stemningin í hópnum er líka mjög góð og það hefur í raun aldrei vantað neitt upp á hana enda alltaf gaman að hitta strákana. Við komum saman aðeins fyrr en gengur og gerist og erum því búnir að vera lengur saman sem gefur okkur meiri tíma í undirbúning fyrir þessa tvo leiki framundan.

Viðtalið við Arnór má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert