Fimm ár frá markvörslunni í Moskvu (myndskeið)

Hannes Þór Halldórsson ver frá Lionel Messi í Moskvu.
Hannes Þór Halldórsson ver frá Lionel Messi í Moskvu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Í dag eru fimm ár síðan Ísland gerði óvænt jafntefli við Argentínu, 1:1, í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í fótbolta.

Sergio Agüero kom Argentínu yfir en Alfreð Finnbogason jafnaði metin fyrir Ísland. Hápunktur leiksins var hins vegar vítaspyrnan sem Argentína fékk og Hannes Þór Halldórsson gerði sér lítið fyrir og varði frá sjálfum Lionel Messi. 

FIFA minnist þessa sögulega atviks í dag:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert