Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta mátti þola 1:3-tap fyrir Austurríki í vináttuleik þar í landi í dag.
Ari Sigurpálsson, leikmaður Víkings úr Reykjavík, kom íslenska liðinu yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu frá Kristal Mána Ingasyni, en þeir voru samherjar hjá Víkingsliðinu, áður en Kristall gekk í raðir Rosenborg í Noregi.
Christoph Lang jafnaði fyrir Austurríki á 27. mínútu og Noah Bischof skoraði tvö mörk strax í upphafi seinni hálfleiks og tryggði austurríska liðinu tveggja marka sigur.
Ísland leikur annan vináttuleik gegn Ungverjalandi á mánudaginn kemur í Búdapest.