Kom mér á óvart hversu góðir þeir eru

Åge Hareide er ánægður með það sem hann hefur séð …
Åge Hareide er ánægður með það sem hann hefur séð á æfingum. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ég hef séð hvern einn og einasta leikmann liðsins spila og það oft, áður en ég valdi þá í landsliðshópinn. En þeir eru jafnvel betri en ég bjóst við og það er góðs viti,“ sagði Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi í dag.

Hann sagði þetta eiga við um alla leikmenn liðsins.

„Mér er kunnugt um vinnuþrek þeirra, sem er mjög góður kostur að búa yfir, og ég hef þjálfað nokkra leikmannanna áður.

En tæknileg geta og hæfileikar leikmanna eru miklu meiri en ég bjóst við. Það á við um alla leikmennina, sem er mjög jákvætt,“ sagði Hareide.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert