Norðurlöndin þekkt fyrir að sparka langt

Martin Dúbravka í leik með Newcastle United.
Martin Dúbravka í leik með Newcastle United. AFP

Martin Dúbravka, markvörður Slóvakíu og Newcastle United, býst við erfiðum leik gegn Íslandi þegar liðin mætast í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu á Laugardalsvelli annað kvöld.

„Þessi Norðurlönd eru helst þekkt fyrir að sparka langt og þetta snýst aðallega um persónuleg átök. Þróunin hefur breyst í tímans rás og þetta er ekki eins og áður fyrr að einungis sé treyst á langa bolta og föst leikatriði,“ sagði Dúbravka á blaðamannafundi í morgun.

Hann nefndi í því samhengi að Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, vilji spila góðan fótbolta.

„Þeir eru með nýjan þjálfara sem mun reyna að koma á fót nýju leikskipulagi sem er nútímalegt og þetta verður örugglega ekki auðveldur leikur fyrir okkur.

Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um okkur sjálfa. Við verðum að reyna að þröngva okkar leik upp á andstæðinga okkar. Þá getum við náð árangri,“ bætti markvörðurinn reyndi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert