Um sjö þúsund miðar seldir á Slóvakíuleikinn

Íslenska landsliðið stillir sér upp fyrir leik gegn Bosníu ytra …
Íslenska landsliðið stillir sér upp fyrir leik gegn Bosníu ytra í mars síðastliðnum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu karla annað kvöld. Enn má nálgast miða á leikinn á Laugardalsvelli.

Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, greindi frá því að blaðamannafundi í dag að nú væru um 7.000 miðar seldir.

Því eru enn tæplega 3.000 miðar óseldir þar sem Laugardalsvöllur tekur 9.800 manns í sæti.

Þegar er uppselt á leik Íslands og Portúgals þriðjudagskvöldið 20. júní en á Tix.is er hægt að kaupa miða á leikinn gegn Slóvakíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert