Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu karla í kvöld. Enn má nálgast miða á leikinn á Laugardalsvelli.
Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, greindi frá því í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is að um níu leytið í morgun væru um 7.500 miðar seldir.
Því eru enn tæplega 2.300 miðar óseldir þar sem Laugardalsvöllur tekur 9.800 manns í sæti.
Þegar er uppselt á leik Íslands og Portúgals þriðjudagskvöldið 20. júní en á Tix.is er hægt að kaupa miða á leikinn gegn Slóvakíu í kvöld.