7.500 miðar seldir

Íslenska landsliðið stillir sér upp fyrir leik gegn Bosníu ytra …
Íslenska landsliðið stillir sér upp fyrir leik gegn Bosníu ytra í mars síðastliðnum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Ísland mæt­ir Slóvakíu í undan­keppni EM 2024 í knatt­spyrnu karla í kvöld. Enn má nálg­ast miða á leik­inn á Laug­ar­dals­velli.

Ómar Smára­son, sam­skipta­stjóri KSÍ, greindi frá því í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is að um níu leytið í morgun væru um 7.500 miðar seld­ir.

Því eru enn tæp­lega 2.300 miðar óseld­ir þar sem Laug­ar­dalsvöll­ur tek­ur 9.800 manns í sæti.

Þegar er upp­selt á leik Íslands og Portú­gals þriðju­dags­kvöldið 20. júní en á Tix.is er hægt að kaupa miða á leik­inn gegn Slóvakíu í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert