Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta leika með sorgarbönd gegn Slóvakíu í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld.
Ástæðan er fráfall í fjölskyldu Guðlaugs Victors Pálssonar, sem er í byrjunarliði liðsins í kvöld. KSÍ greindir frá á Twitter.
„Íslenska liðið leikur með sorgarbönd í dag vegna fráfalls í fjölskyldu Guðlaugs Victors Pálssonar. Við vottum Guðlaugi og öðrum aðstandendum innilega samúð,“ segir í færslu sambandsins.