Líklega fyrstur inn af bekknum

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er aðeins búinn að vera spá í framherjastöðunni, hvort Alfreð byrji eða Albert verði fremstur,“ sagði knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í fótbolta. 

Áhugamaður um hægri bakverði

Ísland tekur á móti Slóvakíu í J-riðli undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld en Norðmaðurinn Åge Hareide stýrir sínum fyrsta leik sem þjálfari liðsins.

„Ég er sammála því að Albert er líklega fyrsti maður inn af varamannabekknum,“ sagði Birkir Már.

„Ég er auðvitað sérstakur áhugamaður um hægri bakverði og mér finnst líklegt að Valgeir Lunddal verði hægri bakvörður og Hörður Björgvin vinstri bakvörður,“ sagði Birkir Már meðal annars.

Umræðan um komandi landsleiki og íslenska karlalandsliðið hefst á 7. mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert