„Þetta er besta tilfinningin í fótbolta,“ sagði knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í fótbolta.
Birkir Már, sem er 38 ára gamall, lék 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hann var hluti af gullaldarliði landsliðsins sem fór á tvö stórmót; EM í Frakklandi árið 2016 og HM í Rússlandi árið 2018.
„Að vera í þannig liði þar sem maður veit að maður er ekki að fara tapa leik,“ sagði Birkir Már.
„Það er ekki oft sem það gerist í fótbolta en það er algjörlega geðveik tilfinning,“ sagði Birkir Már meðal annars.
Umræðan um komandi landsleiki og íslenska karlalandsliðið hefst á 7. mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.