KFS tók á móti Magna frá Grenivík í 3. deild karla í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í dag, leikurinn var kaflaskiptur og endaði með dramatísku jafntefli, 2:2.
Sigurður Grétar Benónýsson kom KFS yfir á 22. mínútu og Ásgeir Elíasson bætti við öðru marki fyrir heimamenn á 31. mínútu.
Magnaðir Magna-menn neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn á 50. mínútu þegar Adam Örn Guðmundsson skoraði. Kristófer Óskar Óskarsson jafnaði síðan metin í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu.
Eftir leikinn er Magni í 8. sæti með níu stig en KFS er sæti neðar með sjö stig.