Aron tæpur fyrir morgundaginn

Åge Hareide og Aron Einar Gunnarsson.
Åge Hareide og Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er tæpur fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli annað kvöld.

Aron Einar meiddist í upphitun fyrir leik Íslands gegn Slóvakíu á laugardagskvöld og gat því ekki tekið þátt í honum.

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag kvaðst hann sjálfur vera tæpur og að verið sé að taka stöðuna dag frá degi.

Aron Einar sagðist vera betri í dag en í gær en að taka þyrfti stöðuna á honum á leikdegi á morgun.

Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði aðra leikmenn í hópnum vera klára í slaginn, að undanskildum Arnóri Sigurðssyni sem er meiddur á nára, en hann gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Slóvakíu og verður ekki með gegn Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert