Gísli Laxdal á leiðinni til Vals

Skagamaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson.
Skagamaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Skagamaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson er búinn að skrifa undir samning hjá knattspyrnuliði Vals. 

Þetta fékk fótbolti.net staðfest í samtali við Börk Edvardsson, formann Vals. 

Gísli mun ganga í raðir félagsins að yfirstandandi tímabili loknu. Hann var að renna út úr samningi hjá ÍA og gat Valur því boðið honum samning. 

Börkur var síðar spurður um möguleikann á því að fá hann strax í glugganum sem opnar 18. júlí. „Við skoðum það bara þegar að því kemur,“ sagði Börkur í samtali við fótbolta.net. 

Gísli hefur verið lykilmaður í Skagaliðinu undanfarin ár en hann lék alla leiki félagsins í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert