KR vann dýrmætan 1:0-sigur á Augnabliki þegar liðin áttust við í fallslag í 1. deild kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld.
Sigurmarkið kom strax á sjöttu mínútu leiksins og það skoraði Hildur Björg Kristjánsdóttir.
Fyrir leikinn var KR á botninum með einungis þrjú stig en með sigrinum komu Vesturbæingar sér upp af fallsvæðinu og í áttunda sætið, þar sem liðið er nú með 6 stig.
Augnablik fór hins vegar á botninn, þar sem Kópavogsliðið er áfram með 4 stig eins og Fram.