Sá markahæsti á förum?

Stefán Ingi Sigurðarson gæti verið á förum frá Breiðabliki.
Stefán Ingi Sigurðarson gæti verið á förum frá Breiðabliki. Ottar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson gæti verið á förum frá Breiðabliki þegar að glugginn opnar á ný um miðjan júlí. 

„Það eru komin tilboð í hann, við erum að kasta fram og til baka og erum í viðræðum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, yfirmaður fótboltamála hjá Breiðablik, í samtali við fótbolta.net í dag.

Stefán Ingi er 22 ára gamall sóknarmaður sem er markahæsti leikmaður deildarinnar ásamt Valsaranum Tryggva Hrafni Haraldssyni en þeir eru báðir með átta mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert