Þurfum að gefa Ronaldo nokkra marbletti

Cristiano Ronaldo í baráttu við Aron Einar Gunnarsson á EM …
Cristiano Ronaldo í baráttu við Aron Einar Gunnarsson á EM 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Taki knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo þátt í leik Portúgals gegn Íslandi í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli annað kvöld leikur hann sinn 200. A-landsleik fyrir þjóð sína.

Åge Hareide, þjálfari Íslands, segir íslenska liðið staðráðið í að skemma teitið hjá Ronaldo í hans 200. leik.

„Ég held að allir vilji eyðileggja það. Þetta er framúrskarandi afrek hjá leikmanni, ég verð að gefa honum það. Hann er að skora mörk og hefur verið í nægilega góðu formi til þess að spila í afar langan tíma.

Ég man eftir honum þegar ég heimsótti Man. United og Ole Gunnar Solskjær, þá var hann ungur drengur að spila. Hvernig hann æfði og hvernig hann spilaði, það er merkilegt því þetta var fyrir um 20 árum.

Við fögnum honum eftir leik en í leiknum verðum við að gefa honum nokkra marbletti,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert