Átti mark Ronaldos að standa?

Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu á Laugardalsvelli.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu á Laugardalsvelli. mbl.is/Eyþór Árnason

Cristiano Ronaldo reyndist hetja Portúgals þegar liðið vann nauman sigur, 1:0, gegn Íslandi í J-riðli undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld.

Ronaldo skoraði sigurmark leiksins á 89. mínútu en markið var upphaflega dæmt af vegna rangstöðu.

Þjóðverjinn Bastian Dankert var VAR-dómari í leiknum og eftir að hann hafði horft nokkrum sinnum á atvikið ákvað hann að láta markið standa.

Eins og áður sagði reyndist það sigurmark leiksins en Rúben Dias, varnarmaður Portúgala sem skallaði boltann fyrir fætur Ronaldo, var mjög tæpur á að vera fyrir innan þegar sendingin kom inn á teiginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert