Blikar gætu farið til Írlands

Breiðablik fer til Írlands ef Kópavogsliðið vinnur forkeppnina.
Breiðablik fer til Írlands ef Kópavogsliðið vinnur forkeppnina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik, eða það lið sem vinn­ur for­keppn­ina á Kópavogsvelli í lok mánaðarins, mætir írska liðinu Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu. 

Dregið var til fyrstu umferðarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag en 62 lið leika í umferðinni sem verður spiluð dagana 11/12. júlí og 18/19. júlí.

Ef Blikar vinna for­keppn­ina, þar sem þeir mæta fyrst Tre Penne frá San Marínó 27. júní og síðan Buducnost frá Svart­fjalla­landi eða Atlétic Club d'Escaldes frá Andorra 30. júní, fara þeir áfram í fyrstu umferðina og mæta Shamrock Rovers.

Ef þeir vinna ekki forkeppnina fara þeir hins veg­ar yfir í 2. um­ferð í Sam­bands­deild­inni.

Drátturinn verður að teljast hagstæður fyrir Breiðablik en róður Kópavogsliðsins hefði orðið þyngri gegn Ferencváros frá Ungverjalandi eða Ludog­or­ets frá Búlgaríu, sem voru einnig í efri styrkleikaflokknum í riðli Breiðabliks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert