Ísland og Portúgal eigast við í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld.
Norðmaðurinn Åge Hareide gerir eina breytingu á íslenska liðinu frá 1:2-tapinu gegn Slóvakíu á laugardaginn var.
Arnór Ingvi Traustason kemur inn í liðið í staðinn fyrir Alfons Sampsted. Arnór fer inn á miðjuna í staðinn fyrir Guðlaug Victor Pálsson, sem færir sig í miðja vörnina. Hörður Björgvin Magnússon fer úr miðverði og í vinstri bakvörð og Valgeir leikur í hægri bakverði.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er enn að glíma við meiðsli og verður því ekki með í kvöld.
Byrjunarlið Íslands:
Mark: Rúnar Alex Rúnarsson.
Vörn: Valgeir Lunddal Friðriksson, Sverrir Ingi Ingason, Guðlaugur Victor Pálsson, Hörður Björgvin Magnússon.
Miðja: Willum Þór Willumsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason.
Sókn: Albert Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Jón Dagur Þorsteinsson.