Fylgjast með landsleiknum úr trjánum

Fjöldi fólks er mættur fyrir utan Laugardalsvöll til þess að …
Fjöldi fólks er mættur fyrir utan Laugardalsvöll til þess að fylgjast með landsleik Íslands og Portúgals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi fólks er mættur fyrir utan Laugardalsvöll til þess að fylgjast með landsleik Íslands og Portúgals í undankeppni EM karla í knattspyrnu sem nú stendur yfir.

Það seldist upp á lekinn á nokkrum mínútum og því komust mun færri að en vildu en Íslendingar hafa verið duglegir að auglýsa eftir lausum miðum á leikinn undanfarna daga.

Sumir hafa gripið á það ráð að klifra upp í trén, fyrir utan Laugardalsvöll, til þess að fylgjast með leiknum.

Þá er staðið ansi þétt við girðingarnar báðu megin en íslenska liðið þarf nauðsynlega á stigi að halda gegn Portúgölum, ætli liðið sér að berjast um annað sæti riðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert