Íslendingar dæma erlendis

Helgi Mikael Jónasson verður með flautuna í Lettlandi í dag.
Helgi Mikael Jónasson verður með flautuna í Lettlandi í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslendingar munu dæma leik í undankeppni Evrópumóts skipað knattspyrnumönnum 21 árs og yngri í Lettlandi í dag. 

Um er að ræða leik Lettlands og San Marínó en Helgi Mikael Jónsson verður með flautuna í leiknum. 

Honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs. Ívar Orri Kristjánsson verður svo fjórði dómari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert