Cristiano Ronaldo er á sínum stað í byrjunarliði portúgalska landsliðsins í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn því íslenska í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld.
Fyrirliðinn Ronaldo verður í kvöld fyrsti karlinn sem spilar 200 A-landsleiki fyrir þjóð sína og nær þeim stórmerka áfanga á Íslandi.
Byrjunarlið Portúgals er annars stjörnum prýtt eins og við var að búast þar sem Rúben Dias, Bernardo Silva og Joao Cancelo, leikmenn þrefaldra meistara Manchester City, eru á sínum stað ásamt Bruno Fernandes, prímus mótor Manchester United, og Diogo Dalot, liðsfélaga hans.
Byrjunarlið Portúgals (3-4-3):
Mark: Diogo Costa.
Vörn: Rúben Dias, Danilo Pereira, Pepe.
Miðja: Joao Cancelo, Bruno Fernandes, Rúben Neves, Diogo Dalot.
Sókn: Bernardo Silva, Cristiano Ronaldo, Rafael Leao.