Stemningin var mikil hjá stuðningsmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn Portúgal í undankeppni EM sem nú stendur yfir á Laugardalsvelli.
Tólfan, stuðningsmannasveit landsliðsins, byrjaðu upphitun sína á Ölver í Glæsibæ áður en haldið var af stað í skrúðgöngu niður í Laugardal.
Stemningin var engu minni í Laugardalnum þar sem matarvagnar voru á staðnum, hoppukastalar og andlitsmálning fyrir yngstu kynslóðina svo nokkuð sé nefnt.
Blaðamenn mbl.is og Morgunblaðsins heimsóttu bæði Ölver og Laugardalinn og tóku púlsinn á stuðningsmönnum íslenska liðsins.