Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, missti föður sinn á dögunum og léku leikmenn íslsenska landsliðsins með sorgarbönd gegn Slóvakíu á laugardaginn síðasta af þeim sökum.
Guðlaugur Victor, sem er 32 ára gamall, lék sinn 35 A-landsleik gegn Slóvökum og var á meðal bestu leikmanna íslenska liðsins í leiknum.
Til stóð að hann myndi byrja í hjarta varnarinnar ásamt Sverri Inga Ingasyni en hann var færður á miðjuna eftir að Aron Einar Gunnarsson meiddist í upphitun.
Knattspyrnusamband Íslands birti fallega færslu á samfélagsmiðlinum Twitter á sunnudaginn og hafa leikmenn íslenska liðsins og vinir Guðlaugs Victors verið duglegir að deila henni áfram.
Guðlaugur Victor Pálsson. ⚽️🇮🇸❤️ pic.twitter.com/41rhavFj0d
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 18, 2023
Þvílíkur karakter og einstaklingur sem þú ert❤️ https://t.co/Rr5Hn6n9xV
— Arnór Sigurðsson (@arnorsigurdsson) June 18, 2023
Magnaður karakter sem Gulli er💙🙌 https://t.co/fp9nTRcGm3
— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) June 18, 2023
Einstakur ❤️ https://t.co/CKnKEu2kRe
— Aron Jóhannsson (@aronjo20) June 18, 2023